Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

laugardagur, september 23, 2006

Nýtt blogg

Ég vildi breyta til og fékk mér nýtt blogg, það þýðir samt ekki að ég sé eitthvað að fara gera einhverjar dramatískar breytingar á blogg stíl mínum, vildi bara aðeins breyta til...

nýja bloggið

Lítið að segja

Ég var að koma úr smá ferð út fyrir höfuðborgarsvæðið og er maður ansi þreyttur eftir hana. Ég tók eftir því að einhver hafði commentað á síðasta póst og var sá ekki mjög hress með síðustu færlsu...

Hann var ekki par sáttur við hana og hef ég þurkað hana út núna að hans beiðni, hins vegar hefði kannski verið réttast hjá mér að ummorða þá færslu í byrjun svo að hún yrði ekki svona miskilin af einstaklingum sem koma sjaldan inná síðuna og skilja ekki mínar pælingar á efninu. Þannig að ég tek það til mín að færslan hefði ekki verið rétt orðuð...

Annars er ég bara svo þreyttur núna að ég mun ekki nenna að fara yfir þá grein og ummorða hana heldur mun ég bara henda henni út og þykir það leitt ef einhver hefur misboðið það sem ég skrifaði í þeirri grein...

Rétt er það að einstaklingar eigi fá að hafa sín mál í friði og ekki sé alltaf að marka allt í blöðunum og aftur ber ég við mig því að hægt hefði verið að ummorða greinina betur þannig að fólk sem kæmi hér inn og les þetta hefði skilið betur hvert ég ætlaði fara með að skrifa þessa grein...

miðvikudagur, september 06, 2006

Bloodhound Gang

Við kíktum á tónleikana í gær, það var ég, Silla, Kata og Elli sem fórum þar sem að Viggi þorði ekki að fara án þess að hafa Ingunni til að passa sig. Þetta voru fínir tónmleikar, það var gaman að heyra þessu gömlu góðu slagara með þeim og einnig voru þeir með fíflalæti til að auka skemmtanagildið. En það verður að segjast að ekki var eins mikil stemming þarna og þegar þeir komu síðast og við fjögur sem fórum saman höfum eflaust hækkað meðalaldurinn eitthvað, þó að maður sá nokkra sem voru eldri en maður sjálfur, þá voru þetta mest megnis krakkar sem voru þarna. En ég segi að þetta hafi verið ágætis skemmtun og skemmtileg upplifun að fara á þessa tónleika...