Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Jæja þá er ég búinn í sumarprófunum :)

Síðast þegar ég bloggaði var einhverntíman í júlí, en þar sem það er búið að vera svo mikið að gera hefur maður ekki haft tíma til að koma einhverju að hérna...

En það er kannski hægt að byrja á því að segja að ég og Silla fórum til Eyja um verslunamannahelgina, það var geðveikt stuð alveg þangað til að við komumst að því að tjaldið var orðið ónýtt. Þá fór maður á smá bömmer, maður getur þó sagt að maður skemmti sér vel í Eyjum og svaf í ónýtu tjaldi. Það er allavega ný lífsreynsla, en við ákváðum að fara fyrr heim til að þurfa ekki að sofa aðra nótt í ónýtu tjaldi...

Síðan er bara búið vera að vinna og læra undir próf. Fyrra prófið gekk nú ekki nægilega vel, en þannig er það bara stundum. Síðara prófið sem ég tók í gær var ég sáttari með og held að ég sé búinn að ná því, en það verður bara koma í ljós...

Síðan fórum við Silla á veitingastaðinn Kínahofið til að halda uppá próflokin hjá mér, ég verð bara að segja að ég er mjög sáttur með matinn þar. Allavega fær maður alltaf góðan mat þegar maður kemur þar, þó að súpa dagsins í gær hafi ekki verið alveg að gera sig (Eggjadropasúpa, virtist vera súpa úr eggjahvítu, bragðaðist allavega þannig). Þannig ef einhver vill prófa þá mæli ég allavega með þessum veitingastað...