Sumarvinnan
Nú er að verða komin vika síðan að ég byrjaði að vinna á ylströndinni í Nauthólsvík, það er bara fínt, síðan er maður búinn að vera duglegur að hjóla bara í vinnuna. Þannig að það fer kannski að styttast í það að maður verður kominn í gott form :) Annars er mjög lítið að frétta, maður er bara farinn að bíða eftir að fara að heyra einhverjar niðurstöður úr prófunum. Síðan var maður að reyna að plana einhvern dinner handa Ella, Vigga og dömunum þeirra, en þeir hafa ekkert látið heyra í sér með það hvort þeir séu lausir þann dag. Síðan jú er ég að fara á 3 daga strandvarðar námskeið núna í næstu viku, þannig að maður er kannski ekki alveg farinn að slappa af í blíðunni sem er að koma með sumrinu (það er í lagi á meðan að blíðan er ekki komin)...