Dinner hjá Vigga
Ég var að koma heim eftir að hafa verið í dinner hjá vigga kallinum. Hann tók uppá því að hafa fisk, þetta var alveg fínn matur þó að fiskur er ekki alveg í uppáhaldi hjá mér en þetta var allt mjög fínt hjá honum. Síðan var hann búinn að útbúa einhvern sérstakan eftirrétt sem kom víst á óvart, Kata skilur hvað ég meina :)
Annars vil ég bara óska honum Vigga kallinum til hamingju með vel heppnaðan mat og ágætis kvöldstund...
Leitt þykir þó að Silla var bara heima veik og komst ekki, en hún kemur vonandi þegar að næsti matur verður, hvort sem það verður ég eða Elli sem verður með hann...