Silla orðin 24 ára!!!
Silla átti afmæli í gær, en þar sem hún var að vinna að þá verður afmælispartýið ekki fyrr en næstu helgi eða nánar tiltekið þann 4. mars. En það var fínn dagur í gær, þar sem maður var boðinn í eitthvað bollukaffi og síðan var það bara Lækjarbrekka sem varð fyrir valinu á kvöldmatnum. Annars varð hún mjög ánægð með gjafirnar frá mér :D...
Annars er lítið að frétta af mér maður er bara að vinna og læra, maður er reyndar núna undanfarið að fá aukavaktir í félagsmiðstöðum og það er bara gaman að því. Síðan er gaman að því að Viggi, Elli og Andri eru búnir að staðfesta komu sína. Elli setti reyndar þann fyrirvara á að hann kæmi ef það kæmi ekkert skemmtilegra upp hjá honum það kvöld...