Rök eða ekki rök
Ég var að hlusta á fréttirnar um daginn á meðan ég var að vinna. Þar var verið að fjalla um að námsmenn ættu að taka strætó í skólan frá nýju stúdentagörðunum, því að það væri annaðhvort að leggja bílnum í bílastæðahús, semsagt að hafa bílinn í einhverjum rándýrum stæðum. Það sem mér fannst voða sérstakt var það að einhver maður sem var verið að taka viðtal við, hann var að tala um að það væri í lagi fyrir það fólk sem vildi eiga bíla gæti það, en þeir sem vildi spara sér þá hálfa milljón á ári sem það kostar að eiga bíl gætu þá bara nýtt sér strætó...
Hvaða bíl er þessi maður að aka á, hálfa milljón á ári, ég er ekki að eyða svo mikið í bílinn minn á ári, þannig að ég skil ekki þessa stærðfræði að nemendur háskólans skyldu vera að spara sér þennan pening með að sleppa því að eiga bíl. Mér dettur í hug að þessi maður eigi einhvern jeppa sem hann er akandi um á fram og til baka í bænum, það eiginlega gengur ekkert annað upp. Annað reikningsdæmi er það að ef þú ert að taka lán þá er áætlað að það kosti þig 22.500 kr á mánuði að eiga bíl, þannig að þar fær maður út að það kosti 270 þús á ári sem mér finnst kannski vera nær því sem það kostar, þó að ég gæti alveg trúað að það séu margir sem eru ekki að eyða svo mikið í það að eiga bíl...