Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

mánudagur, janúar 23, 2006

Rök eða ekki rök

Ég var að hlusta á fréttirnar um daginn á meðan ég var að vinna. Þar var verið að fjalla um að námsmenn ættu að taka strætó í skólan frá nýju stúdentagörðunum, því að það væri annaðhvort að leggja bílnum í bílastæðahús, semsagt að hafa bílinn í einhverjum rándýrum stæðum. Það sem mér fannst voða sérstakt var það að einhver maður sem var verið að taka viðtal við, hann var að tala um að það væri í lagi fyrir það fólk sem vildi eiga bíla gæti það, en þeir sem vildi spara sér þá hálfa milljón á ári sem það kostar að eiga bíl gætu þá bara nýtt sér strætó...

Hvaða bíl er þessi maður að aka á, hálfa milljón á ári, ég er ekki að eyða svo mikið í bílinn minn á ári, þannig að ég skil ekki þessa stærðfræði að nemendur háskólans skyldu vera að spara sér þennan pening með að sleppa því að eiga bíl. Mér dettur í hug að þessi maður eigi einhvern jeppa sem hann er akandi um á fram og til baka í bænum, það eiginlega gengur ekkert annað upp. Annað reikningsdæmi er það að ef þú ert að taka lán þá er áætlað að það kosti þig 22.500 kr á mánuði að eiga bíl, þannig að þar fær maður út að það kosti 270 þús á ári sem mér finnst kannski vera nær því sem það kostar, þó að ég gæti alveg trúað að það séu margir sem eru ekki að eyða svo mikið í það að eiga bíl...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Umferðin

Hvernig er það þegar að það er svona mikill snjór, afhverju drullast maður ekki nóu snemma á fætur til að athuga hvort að það þurfi að skafa eða ýta bílnum eitthvað í þessum snjó? Þetta er góð spurning, en það var akkurat í morgun þar sem að maður lá í rúmminu eins lengi og maður hélt að mætti. Síðan þegar að út er komið, þá kemur í ljós að maður þarf að ýta bílnum upp brekkuna. Síðan að þegar út í umferðina er komið þá er maður strax kominn í einhverja röð og getur verið þakklátur fyrir það að vera kominn í skólan áður en tíminn er búinn. Leiðinlegt að vera að mæta of seint í fyrsta tíma á þessari önn...

P.s. við vorum 50 mín á leiðinni í skólan í morgun...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Nýja árið komið og lítið að gerast...

Það er ekki mikið að gerast á þessu nýja ári, maður er bara búinn að vera að vinna og vinna, það er slæmt að hafa misst svona mikið úr vinnu í desember en þannig er það þegar að maður verður svona veikur...

Það er lítið að frétta af okkur Sillu, en ég get allavega stolltur sagt frá því að ég er með meðaleinkunn 8,5 eftir fyrstu önn í skólanum. Og það er víst eitthvað sem maður getur verið stolltur að...

Annars byrjar skólinn ekki fyrr en 17. jan aftur þannig að það er bara tekið hart á því í vinnunni þessa dagana, mér finnst ég vera orðinn alveg góður en passa mig samt alveg á að ofreyna mig ekki svona stutt eftir að ég er kominn á rétt ról...