Það eru að koma áramót
Jólafríið er búið að vera fínt hingað til, maður er búinn að lesa tvær bækur og borða yfir sig af góðgæti og mat...
Við Silla skruppum í kringluna til að skipta gjöfum sem við áttum fyrir, við fengum ágætis summu í Hagkaup og gerðum kjarakaup. Við keyptum okkur matvinnsluvél og sitthvað fleira...
Það kom á óvart, en við Silla fengum 2 Trivial spil í jólagjöf, annað spilið var nýja útgáfan á íslensku, en hitt spilið var frá bróður mínum í Bandaríkjunum og var einhver popp útgáfa af spilinun og einnig með því spili fylgdi DVD diskur sem gæti gert spilið skemmtilegt...
Annars er ekkert mikið að frétta af okkur, við erum bara að fara í mat til pabba á morgun og síðan verður einhver samkunda hjá okkur þann 1. jan...