Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

föstudagur, desember 30, 2005

Það eru að koma áramót

Jólafríið er búið að vera fínt hingað til, maður er búinn að lesa tvær bækur og borða yfir sig af góðgæti og mat...

Við Silla skruppum í kringluna til að skipta gjöfum sem við áttum fyrir, við fengum ágætis summu í Hagkaup og gerðum kjarakaup. Við keyptum okkur matvinnsluvél og sitthvað fleira...

Það kom á óvart, en við Silla fengum 2 Trivial spil í jólagjöf, annað spilið var nýja útgáfan á íslensku, en hitt spilið var frá bróður mínum í Bandaríkjunum og var einhver popp útgáfa af spilinun og einnig með því spili fylgdi DVD diskur sem gæti gert spilið skemmtilegt...

Annars er ekkert mikið að frétta af okkur, við erum bara að fara í mat til pabba á morgun og síðan verður einhver samkunda hjá okkur þann 1. jan...

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Ég vil óska öllum sem les þett gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott yfir hátíðirnar hvar sem þið verðið eða hvað sem þið gerið og njótið vel hátíðanna...

miðvikudagur, desember 21, 2005

Líður að jólum

Það hefur verið fínt að vera í jólafríi, maður er búinn að taka til í íbúðinni og skreyta örlítið með jólaskrauti. Einnig er maður búinn að pakka inn öllum jólagjöfum, maður var að klára að versla þær á mánudaginn. Þannig að þetta er allt að koma. Einnig er maður búinn að hjálpa Sillu í jólabakstrinum, þannig að það er búið að vera alveg nóg að gera þótt maður sé í jólafríi...

Annars er ekkert mikið að frétta, ég er að jafna mig af veikindunum, maður er farinn að fá aðeins þrek til að gera hlutina. Þannig að þetta er bara allt að koma...

Annars er maður að plana spilakvöld eftir að fólk er búið að borða á annan í jólum, það virðist vera ágæt stemming fyrir því, annars hefur maður ekki náð í Ella til að heyra hvort að hann hafi áhuga...

miðvikudagur, desember 14, 2005

prófin búin

Það var í dag sem ég var í síðasta prófinu mínu fyrir jól, þannig að það má segja að jólafríið mitt sé hafið!!!

Það er svosem lítið að frétta, maður bara búinn að vera lesa eins og sveittur vitleysingur fyrir þetta próf og núna er komið að því að slappa aðeins meira af til að njóta jólanna. Gæti reyndar sagt fyndna reynslusögu af því sem gerðist í dag, en verð samt að sleppa því, því annars fattar Silla hvað hún er að fara að fá að hluta til í jólagjöf. Þannig að sú saga bíður bara betri tíma...

mánudagur, desember 12, 2005

jólaskreytingar

hér er annað myndband af húsi sem er vel skreytt af jólaljósu, fólk verður að passa sig að missa sig ekki svona hrapalega í jólafríinu...

sunnudagur, desember 11, 2005

áhugaverð grein

hér er áhugaverð grein frá manni sem maður heyrir aldrei frá í próflestri, samt hafði hann tíma til að skrifa hana :P...

föstudagur, desember 09, 2005

Langt síðan síðasti póstur kom frá mér...

Það er samt ekki eins og ég hafi eitthvað að segja eftir allan þennan tíma. Maður er bara búinn að vera heima að jafna sig á veikindunum síðan síðast. Það er samt skrítið þegar að maður er að hugsa til þess að það er 1 og hálf vika síðan ég fór út síðast...

Maður er samt allur að hressast, held að það sé núna aðalega að leyfa lifrini að jafna sig, allavega var það stór punktur hjá lækninum sem við töluðum við. Annars er maður farinn að geta borðað flest allt aftur án þess að vera að pína hlutina ofaní sig af sársauka...

Að auki hafa þessi veikindi komið sér mjög illa fyrir námið, hef ekki getað lært eins mikið og ég hefði viljað, en það verður maður bara að gera gott úr...