Afsakið bloggleysið
Það er nú bara búið að vera þannig að ég er búinn að hafa nóg að gera undanfarið og ekkert verið að koma hér inn til að blogga...
Ég fór bráðamóttökuna í gær, því ég hef átt erfitt með að borða, sofa og anda. Við Silla eyddum ágætri kvöldstund á bráðavaktinni, þar sem ég fór í fullt að testum og svoleiðis. Það sem kom útúr því er að ég er með Einkirningssótt, það er eitthvað sem maður getur bara fengið einu sinni á lífsleiðinni og yfirleitt börn sem fá þetta. Hins vegar að ef maður fær þetta þegar að maður er orðinn fullorðinn þá er það miklu alvarlegra og læknirinn sagði við mig að ég ætti að vera orðinn góður eftir 6 vikur, en lengsta tilfellið þá náði sá maður ekki fullum bata fyrr en eftir hálft ár. Læknarnir sögðu reyndar að ég ætti að geta farið að borða betur eftir svona 7-10 daga, því að þá fer bólgan að minnka í hálsinum. en ég þarf að passa að fá ekki högg á lifrina í 6 vikur því að hún á eftir að bólgna...
Ef þið viljið lesa ykkur meira til um Einkirningssótt þá er þetta sagt um hana á doktor.is...
P.s. fékk þennan link sendan í pósti http://www.helgin.is/v34.asp ættið að kíkja á þetta, er eins og einhver sé að missa sig í jólaskreitingum...