Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Afsakið bloggleysið

Það er nú bara búið að vera þannig að ég er búinn að hafa nóg að gera undanfarið og ekkert verið að koma hér inn til að blogga...

Ég fór bráðamóttökuna í gær, því ég hef átt erfitt með að borða, sofa og anda. Við Silla eyddum ágætri kvöldstund á bráðavaktinni, þar sem ég fór í fullt að testum og svoleiðis. Það sem kom útúr því er að ég er með Einkirningssótt, það er eitthvað sem maður getur bara fengið einu sinni á lífsleiðinni og yfirleitt börn sem fá þetta. Hins vegar að ef maður fær þetta þegar að maður er orðinn fullorðinn þá er það miklu alvarlegra og læknirinn sagði við mig að ég ætti að vera orðinn góður eftir 6 vikur, en lengsta tilfellið þá náði sá maður ekki fullum bata fyrr en eftir hálft ár. Læknarnir sögðu reyndar að ég ætti að geta farið að borða betur eftir svona 7-10 daga, því að þá fer bólgan að minnka í hálsinum. en ég þarf að passa að fá ekki högg á lifrina í 6 vikur því að hún á eftir að bólgna...

Ef þið viljið lesa ykkur meira til um Einkirningssótt þá er þetta sagt um hana á doktor.is...

P.s. fékk þennan link sendan í pósti http://www.helgin.is/v34.asp ættið að kíkja á þetta, er eins og einhver sé að missa sig í jólaskreitingum...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Fyrirlestrar, hausverkur og sterar

Góða kvöldið gott fólk, það er lítið búið að vera að gerast hér síðustu daga. En það er vegna þess að ég var að undirbúa 2 fyrirlestra í þessari viku. Var með einn á þriðjudaginn, hann gekk bara vel. Síðan átti ég að vera með annan í dag, en honum var frestað til morguns. En það er sé sem ég er ekki eins viss með hvort að maður sé á réttri leið með námsefnið, þá er ég ekki að tala um námsefnið í heild, heldur bara ritgerð sem ég er ekki viss um að ég sé að vinna rétt...

Það skeði víst það merkilega í gær að það var fyrsti dagurinn sem ég var ekki með hausverk, eftir að hafa verið með hann í 9 daga. Ég talaði við lækni á mánudag og hann sagði að hann ætlaði að láta mig á mánaðar kúr á sterum. Þannig að núna er ég að sjúga stera í nefið á kvöldin...

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Chicken Little

Við Silla kíktum í bíó í gær, það var farið á myndina chicken little, það var bara fín mynd (þar sem ég vissi ekki við hverju væri að búast), en Silla sagði mér að hún hefði orðið fyir vonbrigðum með hana. Það sem var annað fyndið við þessa bíóferð var það að við vorum bara 5 á myndinni (það var reyndar par sem labbaði út einhverntíman áður en myndin var búinn. Síðan þegar við stóðum upp þegar að myndin var búinn, þá var bara enginn eftir í bíósalnum, þannig að við vorum bara 2 eftir...

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Hausverkur

Það er leiðinlegt að segja það, en ég er núna búinn að þjást af hausverk í þrjá daga, það hefur meira að segja verið þannig að þegar að ég vakna á morgnanna, þá er ég með svo mikinn hausverk að ég tek verkjatöflu og fer aftur að sofa. Ég veit að þetta er ekki skemmtileg færsla, en þetta hefur ekki heldur verið skemmtileg lífsreynsla. Vona að þetta fari að lagast, reyndar hefur verið þar inná milli að mér er líka illt í augunum. Það er eins og það sé vont að líta til hliðana. Maður vonar nú að þetta gangi allt yfir, vonaði það nú reyndar strax á fyrsta degi en núna er kominn sá þriðji og maður hugsar hvort ekki sé komið nóg...

Annars þótt að ég hafi haft hausverk og ekki liðið sem best, þá bauð mamma okkur Sillu á útsölu í Hagkaup, þetta átti að vera eitthvað lokað fyrir starfsmenn Hagkaupa. Þannig að við Silla gripum tækifærið og keyptum bara helling af dóti. Þar sem þetta eiga eftir að verða okkar fyrstu jól í eigin íbúð, þá var verið að kaupa helling af jólaskrauti og svoleiðis dóti. Og keyptum okkur okkar fyrsta jólatré, sem á eftir að endast okkur í einhver ár held ég...

mánudagur, nóvember 14, 2005

Elli eða Elli

Þegar að fólk er orðið gamalt og farið að hrjást að Elli, það er farið að sofa allan daginn, það þarf að vera með eftirlit á sér að allt sé í lagi, og það er yfirleitt gallharðir sjálfstæðismenn þetta gamla fólk, þannig að ég var bara velta því fyrir mér hvort að Elli hafi verið þeirrar lukku njótandi að það fylgi nafninu. Hann er allavega alltaf uppí rúmmi, ný vaknaður þegar að maður hringir í hann klukkan 2 á daginn. Síðan hefur hann nú Skugga og Kristal til að fylgjast með sér þegar að hann er heim hjá sér, þannig að hann þarf ekki að hafa áhyggjur að vera lengi niðri án þess að finnast. Síðan er hann nú svo eitilharður sjálfstæðismaður að það sjást langar leiðir á hans bláa hjarta....

Þetta var bara smá bull hugleiðing hér að ofan, er ennþá í Odda, er að bíða eftir að mamma komi heim. Hún á víst að lenda um 10 mín yfir 7 á Reykjavíkurflugvelli. Annars er maður bara alltaf að læra eins og vitleysingur...

Maður fékk það leiðrétt að ég væri ekki úr Kvennaskólanum í Reykjavík, það var verið að kenna tölvunum um þetta. Sagt að það voru all flestir með þennan lið í bréfinu vitlausan...

laugardagur, nóvember 12, 2005

Mamma búin að selja og háskólavitleysa

Var að spjalla við mömmu áðan, þá segir hún mér allt í einu að hún sé búinn að kaupa sér íbúð í Hafnafirði, (ég vissi það reyndar, en það átti ennþá eftir að koma svar frá íbúðalánasjóði), en síðan segir hún bara líka að hún sé búinn að selja sína íbúð, (síðast þegar að ég vissi var enginn búinn að koma að skoða), en hún segir mér að hún hafi bara selt fyrsta fólkinu sem kom, því að það bauð nógu hátt í íbúðina. Þannig að ég segi bara til hamingju mamma, vona að þér eigi eftir að líka vel í hafnafirði...

Annars var ég að skoða póstinn minn hjá HÍ, þá var þar póstur frá nemendaskrá, þar var eitthvað verið að segja hvað ég væri skráður í, það var svona að messtu rétt. Áfangarnir sem ég er skráður í voru réttir, en ég var það skráður í 90 ein. í uppeldis- og menntunarfræði, en það á bara að vera 60 ein. í því og 30 ein. í Tómstundarfræði, en maður leiðréttir það bara á mánudaginn. Það sem mér fannst hins vegar merkilegra var það að þar stóða að ég hefði lokið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík af náttúrufræðibraut árið 2003, en það ætti að vera að ég hafi útskrifast frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla af félagsfræðibraut 2003. Maður þarf að skoða þetta eitthvað betur...

Það er kannski hægt að bæta því við að á póstinum var mér líka send lokaeinkunn í áfanga sem ég var að klára núna í gær, þar stóða að ég hafi klárað þann áfanga með 8,5 sem lokaeinkunn :D...

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Jólaföt

Ég er búinn að finna jólafötin handa Sillu, það verður sko eins gott að hún leifir mér að hjálpa sér að velja jólafötin því að þá myndi ég velja þessi föt handa henni...

Voða lítið að ske

Það er ekkert búið að ske síðustu daga, maður er bara á fullu að vinna í ritgerðum. Það eru tvær sem ég þarf að flytja eitthvað úr núna fljótlega, þó að ég get skilað þeim einhverntíman á meðan ég er í prófum. Maður er svona að átta sig á því að það er lítið eftir af skólanum...

Reyndar fyndið áðan hvað Elli var lengi að taka eftir mér áðan, hann labbaði framhjá mér á Bókhlöðunni og var í sjónmáli við mig í svona 5 mínotur áður en hann sá mig, hann á það til með að vera fyndinn án þess að reyna það...

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Erlingur Þór

Já hann Elli kallinn er farinn að blogga aftur, hann er núna byrjaður á sinni 3 síðu. Þannig að við vonumst bara til að hann fari að standa sig betur í þeim efnum héðan í frá, en það verður bara allt að koma í ljós. En hér er linkur á síðuna hans Ella. Einnig hef ég breytt því hér til hliðar...

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Gleymdi því

Ég gleymdi því að í gærmorgun byrjaði dagurinn ekki vel, það byrjaði á því að maður var svo þreyttur að maður gat ekki farið á fætur þegar að maður ætlaði að gera það. Síðan loks þegar maður kemur útí bíl, þá var vond lykt í honum, Þegar maður var farinn að keyra af stað, þá fór hann að hökta eins og hann hafði gert áður, Þannig að maður var mikið lengur í skólan en maður ætlaði. Ég ætlaði að hitta stelpu í skólanum, en þar sem að bílinn var svona leiðinlegur að þá var ég svo seinn að hún var farinn. Síðan þegar að ég var að keyra í skólan, þá brotnaði rúðuþurkan, hvernig sem það nú gat gerst. Þannig að ég get fullyrt að dagurinn í gær byrjaði ekki vel...

mánudagur, nóvember 07, 2005

boring

Ég sit hér heima, nenni ekki að gera neitt. Það er ekkert að gerast þannig að ég er bara að læra. Maður er bara að skrifa einhverja ritgerð...

En partýið var bara skemmtilegt, það var leiðinlegt að þeir sem voru veikir eða að vinna gátu ekki séð sér fært um að koma. En þarna var fullt að skemmtulegu fólki. Gaman hvernig fólk náði saman þó að þetta voru bæði vinir mínir og vinir hennar Sillu. Hann Elli var líka ágætur þó að hann hafi verið svona bitur. Bara fínast party sem heppnaðist vel, Vigga var samt saknað úr þessu partýi, en hann verður kannski betri næst og reddar sér kannski frí þá...

laugardagur, nóvember 05, 2005

Innflutningsparty

Innflutningspartýið er í kvöld :D
Þannig að maður er bara á fullu í því að laga til fyrir kvöldið, reyna hafa það aðeins fínt fyrir þetta lið þegar að það mætir. Þannig að ég er að hugsa um að hafa mig í það að byrja að laga til...

Góða skemmtun mamma í kvöld, á árshátíðinni, vona að skemmtiatriðið sem þú tekur þátt í heppnast vel og passaðu þig á að strápilsið detti ekki niðrum þig :P...

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Bólginn

Ég lítið komist á netið síðustu daga, því að ég er ekki með netið í augnablikinu heima. En ég er akkurat bara búinn að liggja og vorkenna mér af verkjum síðustu daga. Var eitthvað skrítinn í morgun, því að ég vaknaði klukkan 7:30 því að mig verkjaði svo í kjaftinn, tók bara nokkrar verkjatöflur og hélt áfram að sofa.
Annars kíkti ég í bíó í gær, fór á myndina "The Descent" (held að það sé skrifað svona) hún var bara allt í lagi, öðruvísi en ég bjóst við, en bara fín, skrítinn endirinn samt...

Það er að styttast í það að innflutnings partýið verði, það er bara núna á laugardaginn, nú fer hver að verða síðastur að kaupa innflutningsgjöf :P...