Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

mánudagur, september 26, 2005

Sagan endurtekin

Það gerðist aftur það sem gerðist fyrir nokkrum árum, Fram komust í úrslit bikarsins en féllu. Þannig er það bara, þeir töpuðu fyrir völsurum í bara jöfnum leik myndi ég segja. Ég veit ekki alveg hvað dómarinn var að hugsa þarna í seinni hálfleik, þegar að hann lét valsara komast upp með tvær geðveikt langar skiptingar. En svona er þetta bara, ég er ekki að segja að dómarinn hafi átt úrslitaáhrif á leikinn. Það fór 1-0 fyrir val og þeir geta þakkað markmanni þeirra og vörn fyrir að þeir fengu ekki á sig mark, en hann varði bara snildarlega 2 eða 3 í seinni hálfleik. En Frammarar voru líka heppnir með að fá ekki fleiri mörk á sig. Fór einn bolti all svakalega í stöngina...

fimmtudagur, september 22, 2005

Frammarar

Það er leitt að viðurkenna það að Framarar eru fallnir í 1. deild, það munaði bara einu marki. Það mark kom á 90 mín. Kannski var bara ágætt að þeir féllu, koma þá upp aftur með mikið betra sjálfstraust en þeir eru núna með. Allavega líklegra þegar að þeir hafa fengið smá sjálfstraust við að vinna sig upp aftur en að vera alltaf í botnbaráttu, þannig að við vonum bara að þeir komi upp aftur að ári, alveg tvíelfdir...

Annars er það að segja að það verður Bikarúrslitaleikur á laugardaginn og þar eru Frammarar og Valsarar að keppa, ég held að vonum með Fram í Þessum leik, vonum bara að þeira geri sér góðan leik og láti ekki Valsarana rústa sér. Vonumst eftir spennandi leik...

Og til að bæta því við...

Beggi frændi er fluttur í bæinn og er farinn að vinna hjá símanum aftur, þó ekki við það sama, nú hlýtur hann að vera farinn að gera eitthvað skemmtilegt eða eitthvað sem tengdist því sem hann var að læra...

Til hamingju Beggi :)

Óþarfi

Það er óþarfi að koma með það comment að það sé fáir að lesa þetta og að ég þurfi ekki að vera að babla útí loftið. Því mér er sama, ég er bara að láta það frá mér sem ég vill setja á mína bloggsíðu og þannig vil ég bara hafa það, það skiftir mig ekki máli hverjir vilja lesa þetta þvaður mitt. Ef það er enginn sem les þetta nema ég, þá er mér alveg sama, því að ég er bara að gera þetta til að losa mig við mína tjáningarþörf...

Dísel?

Það var lengi í umræðunni hvað díselbílar væru mikið betri kostur, því að þeir mengi ekki jafn mikið og eru ódýrari í rekstri. Með reksturinn þá þekki ég það ekki neitt til að vera setja eitthvað út á það. En með mengunina er ég nú ekki alveg viss um, hvað er verið að tala um að díselbílar mengi mikið minn, þegar að manni líður oft bara illa á að lenda á eftir díselbíl. Ég fæ bara oft í magan, hausverk, ógleði og líður bara stundum mjög illa á að vera á eftir svona bílum. En samt voru það einhverjir vitleysingar sem vilja halda því fram að þetta sé hagstæðara. Er það hagstæðara að fólk verði veikt við það að vera þáttakandi í umferðinni, eiga þeir sem þola ekki mengunina frá díselbílunum bara að leggjast í rúmmið vegna þess að það fer betur með ósónlagið, ef það er þá það sem er verið að reyna að vernda með öllu þessi tali um gæði díselbílsins? Ég hef reyndar sagt það frá því að þessi umræða byrjaði að þetta væri fáranlegt, því að ég nánast alltaf vitað hvaða áhrif mengunin frá díselbílunum hefur á mig og ekki skilið það hvernig menn geta verið svo vitlausir að aukning á díselbílunum væri sniðug. Leifum þeim aðeins að kynnast því hvernig að það er að vera ökumaður bíls sem er að keyra á eftir díselbíl hérna innanbæjar. Sjáum hvað fólk fer að segja þá. Kannski að viðhorfin eigi eftir að breytast aftur. Annars var ég ánægður um daginn, þá sá ég grein sem var með fyrirsögnina "Menga díselbílar minna?", enda finnst mér vera kominn tími til að þetta verði rétt að einhverju viti. Vona að það verði ekki þannig að ég verði bara í einhverjum minnihlutahóp sem verður veikur af menguninn, veðri litið á það að þetta er hagstæðara fyrir heildina og við verðum bara að lifa við það. Ég vill að fólk fari nú að sjá að sér að það er ekki hægt að vera bjóða uppá það að maður verði bara að vera veikur ef maður ætlar að vera þáttakandi í umferðinni á Íslandi...

miðvikudagur, september 21, 2005

Smá pása...

Núna á mánudaginn var, var farið með pabba úta að borða, fórum 7 saman á Fjöruborðið á Stokkseyri. Þar fengum við okkur nokkrar kræsingar sem voru í boði.
Þetta var í fyrsta skifti sem ég fer í heimsókn til pabba þangað, þannig að ég var bara að sjá hýbili hans í fyrsta skifti. Þetta var nú bara nokkuð kósý hús. Það var fyndið samt að ef efri hæðinn er ekki talin með, þá var eldhúsið stærsta herbergið í húsinu...

Annars voru foreldrar Sillu að afhenda nú á þriðjudag, þannig að það var mikið um að vera að flytja um helgina, maður var að hjálpa til þegar maður var ekki að vinna. Þannig að það má segja að þetta hafi verið strembin helgi. En núna eru þau flutt, þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því meira. Núna er það bara að klára að koma sér fyrir, það þýðir þá að núna er að styttast í innflutningsparty!!!

Annars er maður bara að læra á fullu alla daga, nóg að gera í því. Mikið að lesa, sérstaklega fyrir einn áfangan. En annars er best að fara að halda áfram, maður á ekki að vera að þessu drolli þegar að maður gæti verið að læra...

fimmtudagur, september 15, 2005

Bara annað af þessum testum...

Bara eitt af þessum testum...

þriðjudagur, september 13, 2005

AHA nýtt heimili og skóli

Núna er maður að leggja loka hönd á það að koma sér fyrir (samt slatti eftir ennþá). Maður er búinn að vera að setja upp ljós og svona. Það er núna bara að klára að raða í hillur. Það er nú kannski orðið svolítið langt síðan að ég flutti úr Fannafoldinni, en það er bara vegna þess að við vorum úti á Mallorka í tvær vikur. Síðan þegar að við komum til baka, þá var það bara beint í skólan daginn eftir. Þannig að maður er bara núna að stela smá tíma af því sem maður á að vera að nota til að lesa í að skrifa þetta...

Það var merkisdagur í gær, þegar að það varð fyrsti dagurinn okkar Sillu til að elda kvöldmat í nýju heimili. Þannig að þetta er bara allt að skella á, það er núna orðið fært að fara að bjóða fólki í heimsókn (sem hafa ekki ennþá kíkt). Annars ætla ég að drífa mig í að fara að læra aftur...

P.S. netið fer að fara að komast í lag heima, þannig að það er að fara að líða að því að ég geti farið að blogga aftur þegar að ég er heima... :D JIBBY