Síðasta sinn í Fannafold
Nú er þetta allt að skella á, ég er í raun einn eftir hérna og það er allt að tæmast, er búinn að fara nokkrar ferðir með dótið mitt uppeftir. Núna er maður bara að klára að tæma íbúðina því að það var komið tilboð sem verður að öllum líkindum tekið :)
Annars er ég að stefna að því að reyna að fara að blogga meira þegar að ég er búinn að koma mér fyrir í nýju heimili og búinn að njóta sólarinna á Mallorka, í dag er víst bara vika þangað til að ég fer út :D
Nú situr maður og horfir í kringum sig, allt þetta pláss sem ekkert er að fylla uppí nema örfáir pokar og náttborð, þetta er víst bara allt að fara að skella á. Þetta á eftir að vera heljarinnar breyting því að ég hef búið hér í 18 ár og það er langur kafli í lífi 23 ára stráks...