Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Afsakið bloggleysi...

Það er nú þannig mál með vexti að ég er búinn að nýta alla þann lausa tíma sem ég hef haft undanfarið í að spila Gran Turismo 4, þannig að ég hef ekkert náð að blogga undanfarið, en núna er spurning með GT, því að ég komst að því í gær að það eru 3 keppnir sem taka 24 tíma, þannig að það er nú orðinn stór spurning hvenær ég á að hafa tíma til að klára þennan leik
:(...

Annars er voða lítið að gerast, kíktum til Ella um daginn og horfðum á glataða mynd sem ég og Silla völdum. Hún heitir eitthvað "The Gathering" glötuð mynd í meira lagi...

Síðan kíkti ég í bíó á sunnudag, (með 6 gellum, því að elli og viggi nenntu ekki að koma með). Við fórum á "The Boogyman", Hún var fín, lét hárin rísa og bregða aðeins (reyndar trúi ég að manni hefði ekki brugðið svona mikið ef að öll þessi öskur í salnum hefðu ekki verið). Eftir hlé, þá var myndin eitthvað hálf skrítin, það var eins og það hefði bara verið ákveðið að cutta á þetta og klára þetta bara í hvelli, ágætis bíóferð samt...

Annars er maður bara búinn að vera vinna undanfarið...

föstudagur, apríl 01, 2005

Ekkert að gerast

Ég var bara að taka því rólega um páskana, kíkti á videokvöld til Ella, það var ágætis skemmtun. Síðan átti að vera videokvöld hjá Vigga kvöldið eftir, en hann beilaði víst á því. Annars var maður bara að slappa af borða og vinna yfir páskana...

Semsagt að það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað nýtt að gerast hjá mér þessa dagana, reyndar er búið að minnka opnunartíman aftur vegna þess að páskarnir eru búnir og þá fer ég kannski að láta heyra í mér meira...

Að endingu vil ég óska Pétri til hamingju með 25 ára afmælið og vona að hann hafi það gott í kvöld...