Afsakið bloggleysi...
Það er nú þannig mál með vexti að ég er búinn að nýta alla þann lausa tíma sem ég hef haft undanfarið í að spila Gran Turismo 4, þannig að ég hef ekkert náð að blogga undanfarið, en núna er spurning með GT, því að ég komst að því í gær að það eru 3 keppnir sem taka 24 tíma, þannig að það er nú orðinn stór spurning hvenær ég á að hafa tíma til að klára þennan leik
:(...
Annars er voða lítið að gerast, kíktum til Ella um daginn og horfðum á glataða mynd sem ég og Silla völdum. Hún heitir eitthvað "The Gathering" glötuð mynd í meira lagi...
Síðan kíkti ég í bíó á sunnudag, (með 6 gellum, því að elli og viggi nenntu ekki að koma með). Við fórum á "The Boogyman", Hún var fín, lét hárin rísa og bregða aðeins (reyndar trúi ég að manni hefði ekki brugðið svona mikið ef að öll þessi öskur í salnum hefðu ekki verið). Eftir hlé, þá var myndin eitthvað hálf skrítin, það var eins og það hefði bara verið ákveðið að cutta á þetta og klára þetta bara í hvelli, ágætis bíóferð samt...
Annars er maður bara búinn að vera vinna undanfarið...