Föstudagskvöld
Það er verið að plana að hafa eitthvað skemmtilegt kvöld á föstudaginn og vinahópurinn ætlar eitthvað að reyna að koma saman. Reyndar er það ég sem er að reyna að plana þetta og allir hafa mikinn áhuga á að mæta. Síðan er það Elli sem var eitthvað ekki alveg að treysta sér í það að lofa mætingu en það verður þá bara að hafa það, það er ekki alltaf allir lausir þegar að maður er að reyna að plana eitthvað svona, það ætti að vera hægt að skemmta sér þó að Elli sé ekki. Maður var búinn að reyna að ná í hann í nokkra daga og hann svaraði ekki. Þannig að ég endaði á að hringja í Kötu til að tékka hvort hann væri enn á lífi. Hún er eitthvað að tala um að ég hafi hringt úr private number, en síðan prófa ég að hringja í aðra og þeir segja að það sé ekki private number. Þannig að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég heiti private number í símanum hjá Kötu...