Smáralind
Hvað er málið með Smáralindina, það er að gefa út gjafabréf sem á að vera þessi æðislega gjöf sem að á að vera hægt að nota í öllum búðum og allt æðislegt. En ég fékk akkurat eitt svona í jólagjöf, notaði huta af því, Síðan þegar að ég ætlaði að fara að klára það, þá er mér sagt að það sé ekkert eftir inná því, þá er mér bent á að fara að tala við eitthvað þjónustuborða og ég geri það. Þar er beðið velvirðingar á þessu og þetta verði skoðað hvað hefði gerst og leiðrétt. Þetta var þann 10 jan, síðan þá er ég búinn að hringja nokkrum sinnum og búið að segja við mig hvað átti að hafa gerst og það biði mín inneign eða eitthvað á þjónustborðinu í Smáranum, ég hef farið og ætlað að ná í það en það kannaðist enginn við þetta og er konan sem veit allt um málið útí löndum, þannig að ég get ekki fengið neitt frá þeim fyrr en hún kemur aftur, hún verður akkurat 3 vikur útí löndum. Síðan fór ég í dag þar sem að það voru nú komið meira en 3 vikur síðan að ég fór síðast. Viti menn hún kemur ekki heim fyrr en í næstu viku og ég ætti bara að koma aftur þá og tala við hana. Er þetta þjónusta sem maður fær þegar að það eru gerð einhver mistök af þessu tagi, ég fæ ekki notið jólagjafarinnar sem ég fækk í jólagjöf, því að einhver annar gat notað hana. Ég er ekki að fara að gefa neinum gjafabréf í Smáranum eftir að þetta skeði, því að ég tel þetta núna vera eina ótryggustu gjöf sem hægt er að gefa, núna eru liðnir 2 mán og ekki ennþá búið að leiðrétta þetta...