Ég biðst afsökunar á því að það varð hér smá hlé á blogginu mínu, en það útskýrist eiginlega ekki á neinn hátt nema tímaleysi. Það er að þegar að ég hafði tíma til að blogga að þá var ég með Sillu, þannig að þið getið kennt henni um þetta allt saman :D...
En þar sem að ég er ekki búinn að blogga eftir jól fyrr en núna, þá ætla ég bara að segja að ég átti notaleg jól og fékk bara fínar jólagjafir. Síðan voru áramótin bara fín, hafði það gott og drakk freyðivín sem var boðið uppá þar sem ég og Silla vorum, eftir það var ég síðan bara að kveðja Sillu, því að hún fór út þann fyrsta og kom ekki heim fyrr en 9 jan...
Þegar að hún kom heim þá fékk ég líka nokkrar gjafir frá henni, þannig að hún er fín kærasta, þanniga að ekki vera að kenna henni um þetta tímaleysi mitt eins og ég sagði hér að ofan, það var bara smá djók :)...
Ömurlegur bloggtexti en mér datt ekkert í hug að segja, því að ég er ekkert búinn að vera að gera annað en að vinna og vera veikur síðan að ég bloggaði síðast...