Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

mánudagur, nóvember 22, 2004

Smá breytingar

Eins og kannski fólk tekur eftir, þá tók ég út tagborðið. Það var oft með leiðindi og síðan voru íslenksu stafirnir horfnir, þannig að ég nennti ekki að vera með það lengur, enda getur fólk bara commentað undir hverjum pósti ef það langar til að segja eitthvað...

Annars er maður nánast ekki ert komist á netið í viku, maður var að vinna eða gera eitthvað skemmtilegt. Á miðvikudaginn var árshátíð hjá Hróa Hetti, boðið uppá 3 rétta máltíð og meira með og síðan skemmtun á eftir, allir voru bara í góðum fílíng að skemmta sér, eftir skemmtunina ákvað ég bara að labba heim því að það var svo "stutt". En síðan kom í ljós að það var ekki svo stutt að labba þetta, plús að það var víst -12 gráður um nóttina. Var líka annsi kaldur þegar að ég kom heim...

Föstudagurinn var maður að horfa á Goodfellas hjá Ella, Viggi var það víst líka. Það var ágætiskvöld fyrir utan að var eitthvað hálf þreyttur og Viggi alltaf eitthvað blaðrandi, maður man varla helmingin af því sem hann sagði því að þetta var orðin hin mesta kerling á blaðrinu og maður bara leiddi það hjá sér, sagði bara jamm og já við og við :P...

mánudagur, nóvember 15, 2004

Keila og Ladder 49

Það er búið að vera rólegt hjá mér undanfarið, aðalega bara vinna og síðan Silla, en ég skrapp þó í keilu á laugardagskvöldið. Stóð mig aðeins betur en síðast, en Silla náði þó að merja sigur á lokasprettinum. Frænka hennar sem var með okkur var ekki sjón að sjá allan leikinn, hún byrjaði á í fyrri leiknum að ná ekki einni keilu í heilum 6 umferðum, endaði með 27 stig eftir 10 umferðir sem er örugglega afrek útaf fyrir sig. Ég man ekki alveg hvað ég endaði með mörg stig í fyrri leiknum en var með 110 í seinni, þannig að ég var með pressu á Sillu allan tíman en hún var með 104 fyrir síðustu umferð, en náði síðan að merja sigur á síðasta kasti...

Síðan í gær fór ég í bíó með Ella, við kíktum á Ladder 49, sem ég verð bara að segja að sé nokkuð góð mynd. Þó að það hafi verið fullt af væmnum köflum, en svona er þetta bara. En ég veit fyrir víst að Viggi myndi leiðast á þessari mynd þannig að ekki taka mark á honum ef hann er að commenta eitthvað á þetta, kvikmyndasmekkur hans er búinn að útiloka hann í þessu tilviki. En ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem hafa áhuga á að horfa á einhverjar myndir sem eru dramatískar...

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Forgotten

Tíminn hefur verið að líða og ég ekki náð að blogga, það útskýrist af því að blogspot hefur verið með smá leiðindi þegar að ég hef getað bloggað, maður er nú alltaf að vinna og síðan bara margt að gerast hjá manni...

En á Laugardaginn þá var farið á double date með Kötu og Ella, en þar sem að vinnan mín breytti aðeins planinu, þá var bara farið í bíó. Við fórum á myndina Forgotten sem mun gleymast fljótt, því að hún var ekki uppá marga fiska sú mynd. Við vorum öll sammála um það og flestir í salnum líka held ég...

Þar var einn vitleysingur að drekka þarna inni, vorum í Lúxussalnum. Hann hefur í mestalagi verið 18 ára síðan svaraði guttinn bara í síman á meðan að myndinni stóð og var bara eitthvað að spjalla. Elli sagði honum að hætta í símanum en hann gerði það ekki, þannig að Elli sló í sætið hans, síðan ætluðu guttarnir að hafa einhvern derring eftir myndina. En hættu við þegar að þeir sáu Kötu...

föstudagur, nóvember 05, 2004

Silla sæta

Ég veit ekki hvað ég á að segja á þessum skrítna föstudeigi, veit bara að það var brjálað að gera í vinnunni í allan dag og maður er bara eitthvað þreyttur langan dag, síðan situr Silla sæta (hún neyddi mig til að skrifa það) hliðaná mér að í rúmminu, þannig ég tók bara upp tölvuna og ákvaða að segja ykkur frá því...

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Gærdagurinn

Var eiginlega ekki meira merkilegur en vinna og meiri vinna, ætlaði í kaffi í Kópavoginn, en það var svo mikið að gera að ég stimplaði mig bara inn og fór að vinna, síðan þegar að ég var búinn þar þá fór ég bara í Grafarvoginn að vinna...

En ég ætlaði að vera svo góður í gær að blogga eitthvað sniðugt, var með það í huganum allt kvöldið, en þá var blogspot bara með einhver leiðindi þannig að ég gat ekki bloggað. Núna man ég nú bara ekki hvað ég var að hugsa svona sniðugt í gær :(...

Hvaða vitleysingur fattaði upp á því að hafa peninga, það ættu bara allir að fá það sem þeir vilja þegar að þeim vantar, þá væri ég t.d. löngu fluttur út. Síðan er maður eitthvað að bagsast við að borga skatta og vexti af peningunum sem maður er að vinna sér inn og þannig getur fólk verið að njóta góðs af peningunum mínum, meðan að ég sé bara rúmlega helminginn af þeim sem ég vinn mér inn, mér finnst það ekki sanngjarnt...

Síðan í dag ætlaði ég að fara að njóta þess að ég hefði smá tíma aflögu til að vera heima, settist fyrir framan sjónvarpið, þá var ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Síðan þá næ ég ekki allt í einu fjölvarpinu, því að Stöð 2 er búin að loka fyrir þá þjónustu fyrir þá sem eru ekki komnir með nýjan afruglara en samt er ég rukkaður fyrir það. Sem er algjörlega út í hött, að ég þurfi að borga fyrir þjónustu sem þeir eru síðan ekki að veita mér :(...

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Rugl!!!

Hvað er fólk að gera, hvernig í andskotanum getur maður drepið konu sína þegar hann er allsgáður og vitandi það að börnin þeirra 2 eru sofandi í öðru herbergi???

Maður var að lesa þetta í blaðinu og örugglega allir vita um hvað ég er að tala, en þó að menn séu afbrýðissamir þá er engin ástæða til að drepa viðkomandi. Þó að það sé ekkert gaman að vera afbrýðissamur fyrir hvorugan aðilan, þá gefur það ekki tilefni til að drepa, frekar bara að reyna að vinna sig í gegnum þetta eða þá bara að hætta að reyna ef það gengur ekki. Það er svo miklu meira til í lífinu en þessi maður hendir því bara í burtu á einu augnabliki???

Hvað var maðurinn að hugsa, hann missti konu sína og 2 börn má eiginlega segja með þessum gjörðum. Og aumingja krakkarnir, að lifa við það að pabbi þeirra drap mömmu þeirra. Þetta er ekki til að hjálpa sálarheil krakkana. En með þessum verknaði, ef hann hefur verið undirbúinn var til að sína hversu eigingjarn þessi maður getur verið, með þessu var hann ekki að hugsa um neinn annan en sjálfan sig...

mánudagur, nóvember 01, 2004

Scoob

Smá family scoob, eins og áður hefur komið fram er pabbi að fara að flytja á Stokkseyri á næsta ári. Þannig að ég er á fullu að vinna í því að redda mér samastað sjálfum því að ég ætla ekki með. En eins og fólk veit, þá býr einn bróðir minn með okkur hér og hann ætlar ekki heldur að fara á Stokkseyri, en maður hafði aldrei heyrt af því sem hann væri að hugsa að gera til að finna sér samastað eftir að pabbi fer. Síðan í dag sagði hann mér að hann væri núna að skoða hvert hann ætti að flytja, málið er nefnilega það að hann er ekki búinn að ákveða hvort að hann muni verða á landinu eða ekki...

Voða getur maður verið vitlaus þegar maður er ný vaknaður, ég var í einhvern hálftíma brosandi yfir því að ég hefði mistalið í veskinu á djamminu á laugardaginn, að ég ætti meiri pening en ég hafði talið þá. Gekk með bros á vör í bankan og borgaði nokkra reikninga og var að fara að labba út þegar allt í einu ég fattaði að ég var að fara kaupa klink fyrir Hróa, þannig að ég hafði ekki talið vitlaust á laugardaginn. Þannig að ég var ekki ríkari en ég hélt :(...

Bara verst eftir svona fyllerí að maður getur snúið sólahringnum hálfpartinn við, miðað við það að ég var vanur að vakna svona uppúr 9 á morgnanna virka daga, en síðan í dag var ég allt í einu sofandi til rúmlega 2, síðan er maður ekkert þreyttur núna þegar að manni langar til að fara að sofa, en kannski að maður hætti bara í tölvunni og reyni að fara að sofa. Best að prófa það núna bara...

Singstar

Þá er singstar hjá Ella búið, en við vorum þar ég, Silla, Viggi, Elli, Kata, Andri, Egill og Salóme. Við byrjuðum á að taka eitt lag hvert og síðan skiftum við okkur í lið og kepptum, en af enhverjum ástæðum voru úrslitin ekki nógu góð fyrir mitt lið allavega, síðan lenti það þannig að ég keppti á móti Sillu og náði besta skorinu af okkar liði, en Silla þurfti þá að ná besta skori kvöldsins :)...

Síðan var bara farið í Actionary, þar sem við skiftum niður í lið, þá var sett saman liðin fullir og móti edrú, eftirá að hyggja er það ekki alveg rétta formúlan uppá sigur hjá okkur, en edrú liðið marði víst bara sigurinn á okkur. Það var orðið tæpt í lokinn hver myndi vinna. Eftir það var bara farið í bæinn og djammað meira. Á heildina litið, þá var kvöldið fínt framan af en hefði mátt sleppa því að fara í bæinn...

Eftir bæinn var tekið leigubíll til Ella þar sem við gistum, síðan svaf ég eiginlega bara til 6 eftir að ég kom heim, sem skýrir það að þessi bloggfærsla kemur svona seint, maður er ekkert á þeim buxunum að fara að sofa eftir að hafa sofið svona mikið í dag. Ætli að maður fari ekki að taka sér bók í hönd eða kannski bara að horfa á TV þangað til að þreytan fer að leggjast örlítið yfir mann...