Smá breytingar
Eins og kannski fólk tekur eftir, þá tók ég út tagborðið. Það var oft með leiðindi og síðan voru íslenksu stafirnir horfnir, þannig að ég nennti ekki að vera með það lengur, enda getur fólk bara commentað undir hverjum pósti ef það langar til að segja eitthvað...
Annars er maður nánast ekki ert komist á netið í viku, maður var að vinna eða gera eitthvað skemmtilegt. Á miðvikudaginn var árshátíð hjá Hróa Hetti, boðið uppá 3 rétta máltíð og meira með og síðan skemmtun á eftir, allir voru bara í góðum fílíng að skemmta sér, eftir skemmtunina ákvað ég bara að labba heim því að það var svo "stutt". En síðan kom í ljós að það var ekki svo stutt að labba þetta, plús að það var víst -12 gráður um nóttina. Var líka annsi kaldur þegar að ég kom heim...
Föstudagurinn var maður að horfa á Goodfellas hjá Ella, Viggi var það víst líka. Það var ágætiskvöld fyrir utan að var eitthvað hálf þreyttur og Viggi alltaf eitthvað blaðrandi, maður man varla helmingin af því sem hann sagði því að þetta var orðin hin mesta kerling á blaðrinu og maður bara leiddi það hjá sér, sagði bara jamm og já við og við :P...