Vá hvað maður er búinn að vera að hugsa um að gera margt í einu undanfarna mánuði, að maður er alveg búinn að setja bloggið til hliðar, ég er samt ekki að fara að lofa breytingum því að þá gerist það alveg örugglega ekki. Samt ætla ég að segja að bloggið verður komið á flug hjá mér áður en þið vitið af...
Tölum nú um eitthvað af því sem ég hef verið að gera síðustu mánuði, það er kannski fyrst að segja að lífið í ágúst hafi nú verið ekkert nema vinna og smá slétt úr klaufunum þar inná milli og gengur þannig allveg fram í miðjan september. Eftir það eru 10 kíló farinn á einum mán ég er búinn að höstla einhverja gellu, búinn að fá þær fréttir að ég þurfi að fara að kaupa íbúð og að
Andri sé að verða pabbi...
Mér finnst reyndar ekki svo merkilegt að maður hafi losað sig við 10 kíló, gerði það bara með að breyta matarræði, ekki mikið meira en það. En maður getur víst verið aðeins stolltari af því að hafa höstlað gelluna ;) Þannig að núna er
Viggi sá eini sem er einn og yfirgefinn af okkur strákunum, en hann hefur þó alltaf Star Wars sér til halds og traust...
Hitt að ég þurfi að fara að kaupa íbúð kom mér verulega á óvart, ekki bjóst maður við því að pabbi kæmi til manns og segði að hann væri að fara að flytja til Stokkseyri. Síðastalagi næsta sumar, þetta heitir að gefa manni kjaftshögg. En það sem gerir stöðuna ennþá betri að ég var nýbúinn að fara að huga að því aftur að flytja að heiman og síðan á pabbi bara að skilið að fara að njóta efri árana, þó að það sé nú langt í það ennþá hjá honum...
Það að
Andri sé að verða pabbi kom síðan í ljós að var bara gabb, enda var maður ekki að trúa uppá Andra kallinn að hann væri að barna einhverjar gellur í danaveldi í einhverri drykkjuferð, það er bara einhvernveiginn ekki hann...
En ætli að maður verði núna ekki að fara að æfa sig, því að það er víst búið að skipuleggja singstar heima hjá
Ella á laugardaginn, en þar ætlar
Viggi að taka "Like a Virgin" sem passar honum alveg ágætlega, vona allavega fyrir hans hönd að hann sé það enn...
Að endingu vil ég biðja Bloggaðdáendur mína afsökunar á bloggleysi mínu undanfarið, síðan vil ég biðja hina ennþá diggu bloggaðdáendum mínum afsökunar á þessum langa texta sem ég kom með hérna...