Hvaða vitleysa er þetta???

Vá hvað er eiginlega að gerast???

laugardagur, október 30, 2004

Halloween

Maður kíkti víst á Halloween party í gær á vegum háskólans. Það var svona grímuball og fór sem munkur og Silla sem álfur. Það voru nú flestir í einhverjum flottum búningum, en það voru einhverjir svartir sauðir sem voru ekki mikið að hafa fyrir að koma í einhverjum búningum. Síðan var fyndið að sjá að það voru nú nokkrir sem komu nú bara í búningum sem var greeinilegt að þau hafa bara dimmeterað í. Akkurat strákurinn og stelpan sem unnu keppnina um besta búninginn voru í þannig búning...

Annars var ballið bara fín skemmtun, það var svona fámennt en góðmennt í bara svona passlega stórum sal með bollu og fleira tilheyrandi, síðan var maður aðeins á dansgólfinu bara edrú allt kvöldið...

Hugurinn beinist helst að kvöldinu, þar sam að það er singstar heima hjá Ella í kvöld, þó að ég muni ekki taka lagið sem Viggi var að vonast eftir að ég tæki. Það verður bara eitthvað gott lag sem ég finn mér til að syngja...

föstudagur, október 29, 2004

Keila

Það var farið í keilu í kvöld með vinkonu/frænku Sillu og kærasta hennar. Það fara ekki margar sögur af því, annað en að ég suckaði feitt í seinni leiknum. Fyrri leikurinn var aðeins betri hjá mér, endaði með 77 stig, en ekki einu sinni það í seinni leiknum. Það verður líklega ekki rætt nánar ;)...

Annars varð ég bara að sína hvað ég gat í þythokkí og síðan pool, aðeins til að jafna stöðuna eftir þessa útreið í keilunni...

fimmtudagur, október 28, 2004

Hvað er á döfinni?

það lítur út fyrir að vera nóg að gera hjá mér á næstu dögum, en á morgun er ég á leið í keilu með fullt af fólki sem ég þekki ekki, það verður ágætt þá loks getur maður eitthvað æft sig. Eina leiðinlega við það að ég á örugglega eftir að tapa fyrir öllum stelpunum í öllum leikjum, þannig að það er ekki alveg nógu gott, verð að fara að æfa mig núna bara :)...

Síðan er ég víst búinn að lofa mér á Grímuball á föstudaginn, það ætti að vera ágætis skemmtun. Það er víst enskudeildin hjá Háskólanum sem er að halda þessa skemmtun. En að tilefni hennar var ég að skoða búninga á netinu, því að ég veit ekkert hvað ég á að vera. Verð að segja að sumir af þessum búningum á þessari leigu voru nú ekki uppá marga fiska, en það verður hægt að finna eitthvað...

Síðan er það aðal kvöldið á laugardaginn, þegar að það verður farið í singstar heima hjá Ella, það verður sko tjúttað þá, Viggi "Like a Virgin" og Elli tekur örugglega eitthvað álíka crazy lag. Meðan ætla ég að taka lagið, verð að hætta að hugsa um það því að ég veit ekki hvaða lög eru í boði á þessu. Þannig að ákvörðunin verður tekin á laugardaginn ;)...

Síðan bætir maður því kannski við þetta að alla þessa daga þá verð ég að vinna líka eins og venjulega, þannig að það er ekkert nýtt á döfinni þar...

miðvikudagur, október 27, 2004

Anacondas

Ég fór í bíó í gær með Sillu á myndina Anacondas, ég verð nú að segja að myndin var nú betri en ég bjóst við, ekki það að ég var að búast við miklu, hélt að þetta yrði bara einhvernveiginn í líkingu við Anaconda. Myndin náði meira að segja að láta mig bregða aðeins en þó ekki jafn oft og hendin mín var kreist, síðan var nú eitt atriði í myndinni sem náði nú bara að láta salinn bregða. Ég vissi ekki hvert Silla ætlaði við það atriði, hún einhvernveiginn hoppaði í sætinu, sparkaði í loftið og ætlaði að reyna að fara í gegnum stólinn sem hún sat í...

Var að lesa Fréttablaðið í morgun, (aðalega vegna þess að ég fann ekki morgunblaðið sem ég les á hverjum morgni), en þar las ég á íþróttasíðunni að Ásgeir Ásgeirsson hjá Fylki var kominn með eitthvað skítkast og 2 fyrrum liðsmenn sem ekki endurnýjuðuð samningana sína þó að þeir hefðu viljað það. Þeir voru að tala um að ekki hefði verið boðið nógu vel. Hvað græðir Ásgeir á því að vera með þetta skítkast, hann sagði eitthvað um að hann væri að svara því sem Sævar og Þórhallur hefðu sagt daginn áður, en ég tók það ekki sem neitt skítkast í Fylki, þeir voru bara gramir að liðið sem þeir vildu spila með var ekki tilbúið að hafa þá áfram á þeirra skilmálum og það gerist bara. En að Ásgeir þurfi að koma með eitthvað skítkast á þá í staðinn er bara vitleysa. Ef samningar nást ekki, þá er málið bara búið. Enda fannst mér bara gott hjá þeim strákum að segja að þeir ætli ekki að svara þessu skítkasti frá Ásgeiri því að í þeirra augum er málinu lokið...

Live goes on and enjoy it!!!

Vá hvað maður er búinn að vera að hugsa um að gera margt í einu undanfarna mánuði, að maður er alveg búinn að setja bloggið til hliðar, ég er samt ekki að fara að lofa breytingum því að þá gerist það alveg örugglega ekki. Samt ætla ég að segja að bloggið verður komið á flug hjá mér áður en þið vitið af...

Tölum nú um eitthvað af því sem ég hef verið að gera síðustu mánuði, það er kannski fyrst að segja að lífið í ágúst hafi nú verið ekkert nema vinna og smá slétt úr klaufunum þar inná milli og gengur þannig allveg fram í miðjan september. Eftir það eru 10 kíló farinn á einum mán ég er búinn að höstla einhverja gellu, búinn að fá þær fréttir að ég þurfi að fara að kaupa íbúð og að Andri sé að verða pabbi...

Mér finnst reyndar ekki svo merkilegt að maður hafi losað sig við 10 kíló, gerði það bara með að breyta matarræði, ekki mikið meira en það. En maður getur víst verið aðeins stolltari af því að hafa höstlað gelluna ;) Þannig að núna er Viggi sá eini sem er einn og yfirgefinn af okkur strákunum, en hann hefur þó alltaf Star Wars sér til halds og traust...

Hitt að ég þurfi að fara að kaupa íbúð kom mér verulega á óvart, ekki bjóst maður við því að pabbi kæmi til manns og segði að hann væri að fara að flytja til Stokkseyri. Síðastalagi næsta sumar, þetta heitir að gefa manni kjaftshögg. En það sem gerir stöðuna ennþá betri að ég var nýbúinn að fara að huga að því aftur að flytja að heiman og síðan á pabbi bara að skilið að fara að njóta efri árana, þó að það sé nú langt í það ennþá hjá honum...

Það að Andri sé að verða pabbi kom síðan í ljós að var bara gabb, enda var maður ekki að trúa uppá Andra kallinn að hann væri að barna einhverjar gellur í danaveldi í einhverri drykkjuferð, það er bara einhvernveiginn ekki hann...

En ætli að maður verði núna ekki að fara að æfa sig, því að það er víst búið að skipuleggja singstar heima hjá Ella á laugardaginn, en þar ætlar Viggi að taka "Like a Virgin" sem passar honum alveg ágætlega, vona allavega fyrir hans hönd að hann sé það enn...

Að endingu vil ég biðja Bloggaðdáendur mína afsökunar á bloggleysi mínu undanfarið, síðan vil ég biðja hina ennþá diggu bloggaðdáendum mínum afsökunar á þessum langa texta sem ég kom með hérna...


þriðjudagur, október 19, 2004

Sagan...

Mér fannst þessi saga sem ég ætla að linka á núna vera bara nokkuð góð, hún er líka nokkuð löng, en hún sínir bara hversu góður penni bróðir minn fyrir austan getur verið. Sagan er í sex hlutum njótið vel...

I - Ferð skrattanna til Daupnis hins illa
II - Púkarnir hitta Öðun og Leifasnigilinn
III - Drýslarnir í frostauðninni
IV - Uppvakningarnir og kóngulærnar í vestri
V - Lífvana tréð
VI - Hluturinn illi verður til

fimmtudagur, október 07, 2004

Tíminn líður hratt...

Best að byrja á að taka fram að Elli er víst ekki búinn að barna Kötu, setti það bara inn til að athuga hvað það liði langur tími til að það yrði commentað á það...

Tíminn getur liðið hratt stundum, það var nýr mánuður að byrja og það er bara strax liðin ein vika af honum, maður hugsar nú bara hvað verður um allan tíman, manni finnst eins og maður sé ekki að gera neitt annað en að vinna...

Hvað er að verða um hitt ljúfa líf frá því að maður var yngri og eyddi mest öllum tímanum í að gera eitthvað skemmtilegt? Núna hefur maður endrum og eins tíma, maður verður eiginlega að hafa svona dagbók nú til dags til að fletta upp hvenær maður er laus til að gera eitthvað...