Jæja, þá er komið að enn einu afmæli mínu, en ég er víst nokkuð gamall í dag. Maður er alltaf að nálgast efri árin af því að vera ungur...
En þar sem að afmælið mitt vildi svo til að lenda á mánudeigi, þá hélt ég bara uppá það á laugardaginn, svona til að hafa afsökun á að djamma feitt í það. En við byrjuðum á að fara á Fridays, sem er í síðasta skiftið af minni hálfu. En það er vegna þess að öll skiftin þegar að ég hef farið þar inn þá hefur verið eitthvað rugl og mér finnst það bara lélegt...
En síðan var haldið heim til Rikka, þar sem við horfðum á afganginn af leiknum og byrjuðum að drekka, við vorum þar í ágætum fýling þangað til að ferðinni var heitið í bæinn, við náðum að plata Ella með okkur í bæinn en Egill varð fyrir því óláni að ditcha okkur :) Ekki illa meint Egill...
En við skemmtum okkur bara vel í bænum, svona sirka þangað til að staðirnir fóru að loka, þá var bara haldið heim...