Jæja, núna hefur frá svolitlu að segja, en í dag mun ég aðalega tala um hvað börn geta verið skemmtileg, þannig að ef þið nennið ekki að lesa um það þá getiði stoppað hér...
En ég tók semsagt að mér að vera að passa 5 krakka í dag, þar sem þrjár eru á 7 ári og tvö á 3 ári, þá var þetta ekki svo mikið vesen, ekki meira en það að ég náði að taka til í herberginu mínu og skúra, síðan skúraði ég hálfa íbúðina líka, þannig að nú eru hlutirnir bara nokkuð hreinir í kringum mig...
En það sem ég ætlaði að tala um krakkana, það er hægt að byrja á því að leyð og feðurnir voru búnir að renna úr hlaði, þá duttu þau sem voru 3 ára á hnén með tilheyrandi öskrum og gráti, en það læknaðist fljótt, eða þegar að ég var búinn að kyssa á hnén á þeim, þá var bara staðið upp og hlaupið út eins og ekkert hafi í skorist...
Síðan síðar um daginn þá kom Sesselja inn, en hún er þriggja ára og tilkynnti mér að hún þyrfti að fara á klósetið, þannig að ég benti henni bara á að fara þangað, ekki að vera að segja mér frá því, síðan öskraði hún búinn. Þá hugsaði ég nú að börn sem væru nú farinn að pissa í klósetið ætti að geta klárað restina sjálf, en þegar að ég kom inn þá tók ég eftir því að hún gæti það alls ekki, því að hún þurfti að hafa sig alla við við að detta ekki ofaní klósettið...
Síðan þegar að þau voru að koma inn til að fá sér eitthvað að borða þegar að þau voru búinn að leika sér, þá sagði ég við þau að koma með allt dótið inn áður en þau fengu að borða. Það sögðu ná allir okey, nema Sesselja. Samtalið hennar og Kolbrúnar fór einhvernveigin svona:
S: Ég ætla ekki að taka til
K: en þú þarft bara að taka eina bók og ekki meira
S: Nei!!!
K: en
S: Ég vil taka tvær bækur
Síðan endaði með því að hún var búinn að taka nánast allt í sína vörslu við að koma því inn...
Síðan þegar að þau voru að borða, þá tók ég allt í einu eftir því að það var búið að krota á eldhúsinnréttinguna hans pabba, og ég spurði hver hefði gert þetta, þetta var nokkurnveginn sem ég heyrði þau Sesselju og Jóhann Bjarka tala um:
S: Það var ég og Jóhann Bjarki sem gerðum þetta í gær
J: Nei, ég gerði það ekki.
S: Jú það vorum við. (síðan kom eitthvað svona stríðnis glott)
J: (eitthvað að reyna hvísla að sesselju) þú áttir ekki að segja.
Þannig að ég tel mig vera búinn að finna sökudólgana...
Síðan endum við á því að tala um Jóhann og Sesselju, það eru þau sem eru á 3 ári. Þau eru ekkert skild, því að hún er fósturdóttir eins bróður míns, síðan er Jóhann Bjarki sonur annars bróður míns. En málið er að þau eru búinn að vera gera allt saman í dag, og þegar að þau vor að fá sér að borða, þá sátu þau hlið við hlið, alveg uppað hvoru öðru. Maður hugsaði nú með sér að ef þau væru eldri þá væri maður farinn að halda að það væri eitthvað cemestry á milli þeirra :D
En síðan heyrði maður nú líka hina eldri krakkana vera að tala um þetta, það voru Maríanna, Dagbjört og Kolbrún:
M: Afhverju sitja ekki Jóhann og Sesselja saman
D: nei, Jóhann situr hérna meigin við mig og Sesselja hér
K: en þau eru kærustupar, þá meiga þau alveg sitja saman.
En þar sem þau eru nú enn á 3 ári þá tel ég það ekki alveg vera orðið það alvarlegt.