Í stjórnunar áfanganum er bíð að splitta upp í hópa, sem á að vera eins í öllum hópverkefnum í þessum áfanga. Það er svo sem í lagi, því að meðalaldurinn í hópnum sem ég er í er örugglega 33, samt erum við bara 4 í hópnum. Þannig að ég er með kellingar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að standa sig ekki í hópvinnu :)
Þegar hópurinn var settur saman tókum við öll Bilben próf. Einhverskonar próf til að finna út hvaða hlutverk maður er yfirleitt í í hópavinnu...
Ekkert að því , ég var hár í 3 liðum, Mótandi, liðsmaður, en lang hæðstur í frágangsmanninum. En kellingar verða alltaf kellingar, þær komu sér saman eftir því í hverju þær voru háar, Ein ætlar að sjá um frágang í verkefnum því að hún er hæfust til þess sagði hún, önnur ætlar sjá um að vera formaðurinn því hún var há í því og sú þriðja ætlar að vera mótandinn , því að hún er mjög góð í því. Þeim fannst alveg tilvalið að ég yrði “Peran” (eða hugmyndasmiðurinn) því að ég var hæstur af okku í þeim lið.
Mér er alvesama á meðan að verkefnin verði ok, en rínum samt í tölur úr prófinu:
Pera ég 5 stig hinir 4,4,2
Mótandi ég 23 stig hinir 17,14,8
Frágangsmaður ég 17 stig hinir 10,5,4
Liðsmaður ég 15 stig hinir 15,14,6
Nú skilji þið kannski hvað ég á við með að kellingar verði alltaf kellingar, allt eftir þeirra höfði...
Það er eiginlega bara betra fyrir mig að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að leggja lokahönd á verkefnin, getur maður skammast út í kellinguna sem að gerði það ef það er ekki nógu gott.