Nýtt blogg
Ég vildi breyta til og fékk mér nýtt blogg, það þýðir samt ekki að ég sé eitthvað að fara gera einhverjar dramatískar breytingar á blogg stíl mínum, vildi bara aðeins breyta til...
nýja bloggið
Vá hvað er eiginlega að gerast???
Ég vildi breyta til og fékk mér nýtt blogg, það þýðir samt ekki að ég sé eitthvað að fara gera einhverjar dramatískar breytingar á blogg stíl mínum, vildi bara aðeins breyta til...
Ég var að koma úr smá ferð út fyrir höfuðborgarsvæðið og er maður ansi þreyttur eftir hana. Ég tók eftir því að einhver hafði commentað á síðasta póst og var sá ekki mjög hress með síðustu færlsu...
Við kíktum á tónleikana í gær, það var ég, Silla, Kata og Elli sem fórum þar sem að Viggi þorði ekki að fara án þess að hafa Ingunni til að passa sig. Þetta voru fínir tónmleikar, það var gaman að heyra þessu gömlu góðu slagara með þeim og einnig voru þeir með fíflalæti til að auka skemmtanagildið. En það verður að segjast að ekki var eins mikil stemming þarna og þegar þeir komu síðast og við fjögur sem fórum saman höfum eflaust hækkað meðalaldurinn eitthvað, þó að maður sá nokkra sem voru eldri en maður sjálfur, þá voru þetta mest megnis krakkar sem voru þarna. En ég segi að þetta hafi verið ágætis skemmtun og skemmtileg upplifun að fara á þessa tónleika...
Síðast þegar ég bloggaði var einhverntíman í júlí, en þar sem það er búið að vera svo mikið að gera hefur maður ekki haft tíma til að koma einhverju að hérna...
Ég er búinn að bæta við link á bróðir minn hér til hliðar, en hann er eitthvað að reyna okkur fylgjast með hvernig honum gegngur að búa úti...
Já ég er lifandi ennþá, svolítið þreyttur eftir mikla vinnu síðasta mánuðinn!!! En núna fer aðeins að slakna á vinnunni, þar sem að mínir dagar á Hróa eru á enda. Það var kominn tími á að fara loka þeim kafla í lífi mínu, en hann spannar alveg sjö ár. Núna tekur bara við að fara á fullt að læra fyrir prófin sem ég er að fara í í ágúst, annars veit ég núna að prófin sem ég er að fara í eru 15 og 23 ágúst...
Nú er að verða komin vika síðan að ég byrjaði að vinna á ylströndinni í Nauthólsvík, það er bara fínt, síðan er maður búinn að vera duglegur að hjóla bara í vinnuna. Þannig að það fer kannski að styttast í það að maður verður kominn í gott form :) Annars er mjög lítið að frétta, maður er bara farinn að bíða eftir að fara að heyra einhverjar niðurstöður úr prófunum. Síðan var maður að reyna að plana einhvern dinner handa Ella, Vigga og dömunum þeirra, en þeir hafa ekkert látið heyra í sér með það hvort þeir séu lausir þann dag. Síðan jú er ég að fara á 3 daga strandvarðar námskeið núna í næstu viku, þannig að maður er kannski ekki alveg farinn að slappa af í blíðunni sem er að koma með sumrinu (það er í lagi á meðan að blíðan er ekki komin)...
Ég kláraði síðasta prófið mitt á föstudaginn og er búinn að vera að stússast eitthvað heima auk þess að vera að vinna og svoleiðis um helgina. Byrjaði á því að koma rúminu sem við keyptum heim og setti það síðan saman í gær, einnig keypti ég varahluti fyrir hjólið mitt og gerði við það.
Ég er búinn að vera að læra eins og vitleysingur undanfarið, því að ég var á leið í próf í dag. Síðan mætti ég í prófið og stóð mig bara vel að ég held...
This Is My Life, Rated | |
Life: | |
Mind: | |
Body: | |
Spirit: | |
Friends/Family: | |
Love: | |
Finance: | |
Take the Rate My Life Quiz |